Mánudagur - Þriðjudagur í Október

Sælt veri fólkið. Mánudagurinn var flottur, fórum í verslunarleiðangur, borðuðum heilan helling af góðum mat og smá sælgæti og kíktum út um alllllllt. Fórum í háttin og allir sælir og kátir með erfiði dagsins.

Þriðjudaginn var líka flottu, vöknuðum snemma og keyrðum í bæinn, kl. 11.15 vorum við stödd fyrir utan leikhús í Stavanger og skelltum okkur á leiksýningu sem er sérstaklega ætluð börnum á aldrinum 4 - 8 ára. Þetta var alveg svakalega gaman, það voru sérstök sæti eða bekkir sem í voru fullt af púðum sem allir gátu setið á, fullorðnir gátu svo setið aftar á stólum, við settumst þar, leiksýningin fjallaði um tvær vinkonum sem vour að leika sér saman og datt í hug að leita að tímanum og allt snérist um að vita sem mest um hann og allir krakkarnir gátu tekið þátt. SDR og ÍER voru svo hugfangin að það hálfa væri nóg, hreint út sagt frábært leikrit og þau systkynin skemmtu sér vel JoyfulJoyful

Síðan var haldið að brautarstöðinni í Stavanger og þar var tekin lest til næsta bæjar "SANDNES", ÍER og SDR höfðu aldei áður farið í lest, frábært að sjá brosið sem kom á andlitiði á þeim þegar þau uppgötvuðu að þau væru að fara í lestarferð W00t. Lestin fór að vísu ekki hratt en það var alveg nógur hraði samt, þegar við komum til Sandnes þá lág leiðin í dótabúð til að skoða "Warhammer 40000"dót fyrir ÍER, sá var glaður og að sjálfsögðu var keypt og ... þarf ekki að lengja það frekar hehehehh. Einnig var farið í dótabúið fyrir SDR og keypt og ... og ... ég held að ég þurfi að kaupa auka tösku fyrir þau líka Undecided.  Síðan var haldið heim á leið, elduðum kjúkklinga vængi með BBQ sósu og SDR og ÍER borðuðu á sig gat Shocking hohohohoh, tennur burstaðar, lesin bók fyrir SDR, ÍER fékk að horfa á "Trans Former" bíómyndina og þegar ég leit inn áður en ég hóf þessi skrif sá ég fallega gullmola með breitt bros á vör, sæl og ánægð med dagsins verk. 

Dagurinn á morgunn verður frábær sagði ÍER áður en hann fór í háttinn. Satt er það, en þangað til verðið þið að bíða. Framhald síðar....

 kv. við öll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið er ég ánægður að börnin þín geti horft á myndir sem ég reddaði þér ég er mjög sáttur við það

ingimar bragi (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 17:45

2 identicon

Hæ sæti!!!

Var bara á röltinu.... og kvitta fyrir komunni!!!!

Frábært að heyra hvað það er gaman hjá ykkur!!!!

 Hils pils........... ég

Linda Björk (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 23:15

3 identicon

Kæri Ingimar Bragi, já takk fyrir myndina

Linda mín, takk fyrir innlitið, ég kíki svo við hjá þér fljótlega og sendi ykkur hlýja stauma frá okkur í noregi.

Roberto (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég - Me

Robert Fragapane
Margir telja mig vera sig, en ég er bara ég og enginn annar getur farið í mín spor...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 307

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband