Sunnudagurinn 21 október

Já það sváfu allir mjög vel og lengi. ÍER fór í sturtu, ég rakaði mig og fór líka í sturtu sem og Ellen, SDR vildi frekar fara í sturtu áður en hún færi í bólið. Tókum því rólega fram undir kl. 14. SDR og ÍER fóru út í garð að leika sér með krökkunum sem búa á efri hæðinni. Trampólínið heillar heheh, svakalega eru þau dugleg að hoppa og skoppa. Bæði ÍER og SDR eru búin að eignast góða vini hérna í Noregi og er það bara frábært Smile

Við steiktum vöflur með vinunum og foreldrum þeirra og hoppuðum ennþá meira á trampólíninu. ÍER fór með vini sínum "Øystein" í garðinn við hliðina sem afi hans á og fór að klifra með honum og Einari vini hans uppí  trjám sem eru þar. SDR fór með "Ingrid" litlu systur "Østeins" upp að leika í Bratz og eru þær eins og frímerki sem hefur verið sleikt og skellt á pappír Joyful

Eftir leiki dagsins, pizzu (afgangar frá því í gær) og vöfluát með ís, rjóma og sultutau var slappað aðeins af. Pabbi settu upp lampa á vegginn hjá SDR svo að hún gæti lesið áður en hún færi að sofa. SDR fór í sturtu og svo beint í rúmið enda klukkan orðin margt, pabbi las fyrir hana og hún sofnaði nánast strax.

ÍER og pabbi fóru í smá Nintendó og Ellen horfði á og fékk líka að keppa en ég held að hún ætti bara að halda sig við alvöru bíla heheh sagði ÍER og hlóg dátt Grin

Á morgunn verður fjör, ÍER ætlar að fara snemma út á brettapallana og æfa sig á nýja brettinu sem hann fékk frá okkur Ellen.

- meiri fréttir á morgunn, hafið góðar stundir eins og við Whistling

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilega kátt í höllinni núna hjá þér Robbi minn.  Gaman að lesa þetta, ég hreinlega sé smælið á þær þegar þú skrifar.

Vona að þið hafið áfram svona gaman og gott.

Kk

Drífa pífa appelsína

Drífa (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 12:44

2 identicon

Sæll Gamli bara að prufa þetta dót. Gott að heyra að lambið fór vel i ykkur.

Verðum í bandi

Rúnar Mekka  

Rúnar Guðmundss (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 15:42

3 identicon

Mikið hefði ég viljað hitta ykkur þegar þið voruð hér á landinu, en við hittumst bara næst

Gunnar (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 09:01

4 identicon

já minn kæri það hefði verið frábært en það koma dagar eftir þennann dag heheheh

Robert (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég - Me

Robert Fragapane
Margir telja mig vera sig, en ég er bara ég og enginn annar getur farið í mín spor...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 307

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband