Já já já ég veit, ég tek þetta algjörlega á mig :c)

Ja góðann og blessaðann daginn kæru vinir Cool

Þannig er nú mál með vexti að ég bara gaf mér ekki tíma til að skrifa heheh. Krakkarnir eru komin heim heil á húfu og að ég held bara sátt við veruna hérna í Noregi.

Allavegana gerðist margt skemmtilegt á meðan þau voru hérna, eins og þið hafið lesið áður. Ég ætlaði að hita upp fyrir föstudaginn og svo bara allt á haus og ég gaf mér meiri tíma með þeim en að skrifa...

 já ég veit, einmitt það já, a haaaaaaaaaaa, veit alveg að þið eruð að böggast í mér en ég er með breitt bak og stórar krumlur hohohohoh hva eru jólin að koma .... djö... líður tíminn hratt.

Það er svolítið merkilegt hérna með þessa blog síðu mína, að síðan ég hóf ritstörf hérna þá hafa tveit einstaklingar látist sem ég þekki vel og einn hudur. Já það er sorglegt en satt Crying 

Góður vinur minn lést af völdum krabba meins nú fyrir stuttu og sakna ég hans mjög, ég vil koma á farmfæri til fjölskyldu hans mínum dýpstu samúðar- og saknaðar kveðjum, megi Guð og aðrar góðar vætti vera með ykkur, minn hugur er hjá ykkur.

Mikið hefur verið að gera hjá mér undanfarið og má þar með nefn að það var ekið á mig fyrir utan vinnustaðinn minn. Bandbrjálaður Norðmaður vild fá bílastæði (gat það ekki vegna annars bíla sem blokkeraði stæðið sem hann vildi í) en fékk ekki og ákvað þá að aka mig niður svo að hann gæti fengið stæði, flókið mál en ég sleppi því að ræða um það frekar, en samt þá hef ég kært manninn og sætir hann rannsókn hjá löggunni. Fóturinn minn er allur að koma til en ég verð líklega með verki framm eftir aldri. Utanvert hné á vinstri fæti er staðurinn sem hann ók á :)

 En að öðru, ég er búinn að fá fast starf hér í Noregi eins og ég hef sagt áður og er núna orðinn Support Coordinator og með eina átta menn sem starfa með mér (undir mér heheheh). Sé semsagt um að supporta þrjá olíuborpallaherma sem eru staðsettir í Kristiansand (noregi) Stavanger (noregi) og í Singapore, þar sem ég var í sumar. Bara bjart og fallegt frammundan hjá mér, vona svo sannarlega að það sama eigi við umm ykkur.

 Svona í lokin vil ég þakk ykkur fyrir að kíkja við hérna á blogginu mínu. Ég hef ákveðið að blogga á laugardögum fram vegis en get samt ekki lofað því heheh vona það besta.

 Hérna er svo einn brandari sem ég fékk sendann frá góðum vini og annar frá frænda mínum, jú jú ég á ennþá ættir að rekja til klakans góða heheheheh

Njótið vel...

 

Tveir gaurar frá Íslandi dóu og vakna upp í helvíti.

Daginn eftir tékkar Djöfullinn sjálfur á þeim og sér að þeir sitja í mestu makindum í úlpunum sínum, með vettlinga og húfur og orna sér við eldinn. Djöfullinn spyr þá hvað þeir séu eiginlega að gera? Er ekki nógu heitt í helvíti fyrir ykkur ?

Gaurarnir svara, "Sko, þú veist, við erum frá Íslandi, landi snjós,íss og kulda. Við erum bara ánægðir að fá smá yl í kroppinn."

Djöfullinn ákveður að þeir séu nú ekki að þjást nóg svo hann skrúfar upp hitann.

Morguninn eftir kíkir hann aftur á gaurana tvo og þarna sitja þeir ennþá í úlpum með húfurnar og vettlingana ennþá á. Það er nú ferlega heitt hérna, finnst ykkur það ekki?

Aftur svara gaurarnir því til að þeir komi jú frá Íslandi, landi snjóa, íss og kulda, við erum bara fegnir að fá smá yl í kroppinn !

Það fór nú að fjúka nett í Kölska og hann ákveður að jafna örlítið um þessa tvo gaura. Hann fer og setur hitann á "Fáránlegt". Fólk fer að veina og væla út um allt helvíti. Hann fer svo og kíkir á gaurana tvo frá Íslandi og sér að þeir eru komnir á skyrtuna með upprúllaðar ermar og eru að grilla pylsur og þamba bjór.

Djöfsi verður steinhissa " Allir hérna inni þjást og veina, en þið virðist bara njóta ykkar?"

Já sko, það er svo hrikalega sjaldan að við fáum svona gott veður heima á Íslandi, að við urðum bara að grípa tækifærið og grilla aðeins og súpa á öli.

Alveg óður af bræði, strunsar Djöfsi í burtu og hugsar málið. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessir gaurar hafi verið að krókna allt sitt auma líf á Íslandi, þess vegna eru þeir svona kátir yfir öllum hitanum. Djöfullinn ákveður að skrúfa fyrir allan hitann í öllu Helvíti.

Daginn eftir er orðið ískalt í Helvíti og héla og grýlukerti allsstaðar. Fólki orðið svo kalt að það gat varla gert neitt annað en veinað og aumkað sér yfir kuldanum. Tannaglamur yfirgnæði samt að mestu veinin. Djöfullinn glotti með sjálfum sér og fór að kíkja á gaurana frá Íslandi.

Þar eru þeir komnir í úlpuna, húfuna og með vettlingana á sér...en Djöfsa til mikillar furðu, eru þeir að hoppa og öskra Ole ole af mikilli gleði !?

Ég skil ekki, sagði Djöfsi, ég skrúfaði hitann upp úr öllu valdi og þið voruð bara ánægðir og núna er bullandi frost hérna og þið bara öskrandi af gleði?? Hvað í fjárnaum er að ykkur tveim?

Íslendingarnir líta á Djöfsa með spurn í augum, " Ha, veistu það ekki?

Ef það frýs í helvíti, þýðir það bara að Íslendingar hafa unnið Dani loksins á Parken!"

 og þessi frá frænda mínum í klakanum...

 um staðreindir í lífinu :)

Guð byrjaði með að skapa asnann og sagði síðan við hann: - Þú ert Asni. Þú átt eftir að þræla hvern einasta dag og verður kallaður heimskur. Þú munt lifa í 20 ár. Asninn svaraði: Ojoj þetta hljómar ekki vel….getum við ekki sagt að ég lifi bara í 5 ár. - Guð samþykkti tillögu asnans.

Síðan skapaði Guð hundinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður hundur og munt einbeita þér að því að hlýða, borða afganga og standa vörð um húsið. Þú munt lifa í 35 ár. Hundurinn svaraði: Ojoj, þetta verður ekkert skemmtilegt líf, er ekki nóg að ég lifi bara í 15 ár? - Guð samþykkti tillögu hundsins.

Nú skapaði Guð páfagaukinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður páfagaukur. Þú munt sitja úti í horni og endurtaka allt sem sagt er til ama fyrir alla. Þú munt lifa í 75 ár. Páfagaukurinn
svaraði: Þetta hljómar frekar einhæft og leiðinlegt. Getum við ekki bara sagt 50 ár og málið er dautt? - Guð samþykkti tillögu gauksa.

Að lokum skapaði Guð manninn og sagði við hann: - Þú ert karlmaður og munt lifa góðu lífi. Þú ert vel greindur og munt ráða ríkjum á jörðinni. Þú munt lifa í 20 ár. Maðurinn svaraði: Þetta hljómar allt mjög vel og ég mun örugglega una hag mínum vel. En get ég ekki lifað aðeins lengur? (og nú sannaði karlmaðurinn greind sína): - Get ég ekki fengið 15 árin sem asninn vildi ekki, 20 árin sem hundurinn afþakkaði og líka þessi 25 ár sem páfagaukurinn vildi ekki? Guð samþykkti tillögu mannsins.
Þess vegna lifir maðurinn æðislegu lífi upp að 20 ára aldri. Síðan giftir hann sig og þrælar næstu 15 árin og venst því að vera kallaður heimskur.
Næstu 20 árin fara í að uppfylla þarfir allra fjölskyldumeðlimanna, borða afganga og passa húsið. Að lokum situr karlmaðurinn síðustu 25 ár ævinnar úti í horni og endurtekur allt það sem sagt er, til ama fyrir alla í nánasta umhverfi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er farinn að hlakka til að sjá á ykkur ljótu andlytinn, verðum í bandi þegar nær dregur.

Gunnar (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 08:46

2 identicon

Gaman að sjá að þú getur ennþá bloggað!!!!

Kveðja af Klakanum;

 eg

Linda Björk (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 01:11

3 identicon

OMG Er allt í lagi með þig? Brotnaðir þú nokkuð?

Vona að þú hafir lesið duglega yfir þessum asna sem var að keyra, og mér sem hefur alltaf fundist íslendingar slæmir í umferðinni.

Vona að þú/þið hafið það gott yfir hátíðirnar

kveðja

Drífa pífa appelsína

Drífa (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 09:49

4 identicon

Gleðileg jól Robbi minn og njótið alls hins besta um jólin.

kveðja

Drive

Drífa, Svanur og dætur (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég - Me

Robert Fragapane
Margir telja mig vera sig, en ég er bara ég og enginn annar getur farið í mín spor...

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband