13.10.2007 | 08:30
Sorgar dagur - Fimmtudagurinn 11 Október
Já það er skemst frá því að segja að hann Tumi okkar er allur.
Tumi
Cavalier King Charles Spaniel
apríl 2001 - október 2007
Hann varð fyrir því óhappi að verða fyrir bíl í götunni heima hjá sér.
Tumi var fæddu í apríl mánuði árið 2001.
Sama ár og tveimur mánuðum áður fæddist stúlkan Sara Dröfn Róbertsdóttir. Frá þeim degi er þau hittust mynduðus mjög sterk tengsl á milli þeirra og ekki margir sem gátu komist á milli þeirra. Eiginlega var eins og að þau Tumi og Sara Dröfn væru systkini, eða ef svo má að orði komast. Tumi var líf og yndi allra í fjölskyldunni, bæði lék og gelti mikið til að láta í sér heyra og sjá. Ísak Ernir Róbertsson bróðir Söru Drafnar, var líka góður vinur Tuma og áttu þeir margar góðar stundir sama. Tumi var með þeim blíðari hundum sem fundist hafa á jarðríki þessu. Margoft gat hann þó verið óttalegur prakkari og stakk stundum af frá heimili sínu og fékk sér langan labbitúr, svo langan að það var farið að rökkva er hann kom spíg sporandi, kampa kátur yfir því að hafa tekist að stinga af og hressa aðeins uppá líkama og sál í hverfinu heima hjá sér. Auðvitað var þessu ekki vel tekið og skammir dundu yfir hann en samt þá held ég bara að hann hafi alltaf vitað hvar hann átti heima og að öll fjölskyldan elskaði hann þótt hann væri svoddann prakkari.
Tumi var tignarlegur og hraustur hundur, matgæðingur mikill, það var alveg ótrúlegt að vera vitni að því að sjá þegar Sara Dröfn mataði hann, já ótrúlegt en satt, Tumi vildi ekki borða úr skálinni sinni og gelti ótt og títt þar til að Sara dröfn kom og tók matinn hanns í hendi sér og rétti honum, þá gat hann borðað og borðaði vel, í hvert sinn er Sara Dröfn kom í heimsókn þá fór hann á kostum hljóp í hringi í kringum hana og gelti, hljóp svo inn í bílskúr og gelti þar líka þar til að Sara Dröfn kom og rétti honum hjálparhönd, slíkur var vinskapur þeirra.
Ísaki Erni fór oft gögu túra með Tuma, svakalega líkaði honum vel við strák þegar þeir fór út, og komu svo laf móðir báðir tveir, veit ekki hvor var að viðra hvern en á andlitunum mátti sjá að göngutúrinn var bæði langur og skemmtilegur.
Tumi fór í ótal ferðalög með fjölskyldu sinni og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann steig niður fæti, bæði hjá okkur mannfólkinu sem og öðrum hundum. Ferðalögin tók hann með stakri spekt og hafði gama af.
Allir þeir sem þekktu Tuma nutu þess að vera með honum, honum leiddist adrei að vera með í öllu því sem fjölskyldan tók sér fyrir hendur, ljúfur og góður, sprækur og áhugasamur um allt og alla.
Elsku Tumi okkar, takk fyrir samveruna, við mun aldrei gleyma þér
Nýjustu færslur
- 19.3.2008 La bella Sisilia
- 15.3.2008 Ítalía 16. - 24. mars 2008
- 5.3.2008 Hvað heimurinn getur verið fallegur
- 28.2.2008 Ótúlegt en satt, enn ein færslan frá mér húhaaaaaaaaa......
- 25.2.2008 Jú jú það er víst langt komið í Febrúar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.