Færsluflokkur: Bloggar

La bella Sisilia

Sæl öll sömul, við komust klakklastu til Sikileyjar og erum bara að njóta þess í botn hehehehe

Einhverrahlutavegna (lang orð hehehe) get ég ekki sett inn myndir akkúrat núna en mér tókst að búa til smá videó með nokkrum myndum, vona að þið getið séð það, hef ekki gert þetta áður en vonandi kemst þetta allt til skyla, myndir segja meira en...... orð.

Efst í hægra horninu á síðunni er videóið, smellið á myndina og þá byrjar ballið Tounge

 Ykkar Roberto á Sikiley


Ítalía 16. - 24. mars 2008

Sæl verið þið, já þar kom að þvi, eftir 16 ár þá sný ég aftur til Ítalíu að hitta karlinn hann pabba minn Grin, kominn tími til.

Það verður sem sagt lagt af stað núna klukkan 04.00 að Norskum tíma og lennt í Palermo kl. 13.05 að staðartíma (12.05 ice-time). Pabbi ætlar að koma og sækja okkur á flugvöllinn, ég er með smá hnút í maganum en það er bara gott, svona eins og ég hafði þegar að ég hitti hann fyrst 1989 Tounge. Ég ætla ekki að lofa neinu bloggi á meðan ég er þarna í mafíulandinu hehehe en ég tek fullt af myndum og vídeó líka og set inn á síðuna við fyrsta tækifæri.

Hafið það gott elskurna mínar og vonandi fáið þið að lesa fullt....

 Ykkar Roberto Fragapane


Hvað heimurinn getur verið fallegur

TUNGLIDJá svakalega getur verið gaman að skoða myndir af heiminum sjálfum, datt inn á síðu þar sem að full af svakalega flottum myndum af heiminum voru saman komnar, jú jú mikið rétt NASA.com og svo á einhverja aðra síðu líka sem var með myndir af himingeimnum, akkúrat öfugt við nasa. Tounge

Stal tveimur myndum af þessum síðum og set hér inn fyrir þá sem hafa gaman af svona myndum.

Ein mynd af tunglinu okkar heillaði mig meira en jörðin sjálf, ýmindið ykkur allt þetta auða landsvæði, ætli Viljálmur í sjálstæðisflokknum viti af þessu? 

Veit vel að þið flestöll hafið sérð þær en ég bara varð svo heillaður af þeim að ég hreinlega stóðst ekki freistinguna  HeimurinnBandit hohohoh

Það sem af er þessari viku hefur margt gerst, 16 nýjir starfsmenn þurfa nýja skrifstofur, og þá auðvitað er kallað í Róbert!!!!

Kaupa húsgögn, ná í þau, setja saman og inn í nýjar skrifstofur þ.e.a.s. búa til nýjar skrifstofur í sama húsnæði og við erum í, ekki auðvellt mál en ég held bara að ég sé snillingur.

Búinn að plana hvernig skrifstofurnar verða og núna í morgunsárið hefst ég handa við að setja allt heila klabberíið saman.

 

Móðri mín átti afmæli í gær, 63 ára, til hamingju mamma, þú ert bestust           WizardHeartKissing

 


LÖNG JÓL!!!

Já kæru vinir þetta hafa verið mjög löööööng blog jól hjá mér :-) Akkúrat núna er ég staddur í biðröð á flugvellinum í Oslo og hef ég aldrei lennt slíkri fjölda flugvallarseinkunnarfarsa á ævinni:D Ég er semsagt á leiðinni heim á klakann, ú snjókomunni í frostið :) Í gær átti ég flug frá Stavanger til Oslo og var því flugi seinkað en ég gaf mig ekki og fékk flug með fyrra fluginu til Oslo, tróð mér með, og svo var fluginu ti Íslands einnig seinkað og síðan aflýst rétt fyrir flugtak, vorum komin í flugtaksstöðu og allt og snjónum kyngdi niður. Allir þurrftu að bíða í vélinni í 2 tíma :( að lokum voru allir fluttir á hotel þ.e.a.s. þeir sem voru að koma með tengiflugi. Og nuna er ég í röð a f.vellinum og voðalrga hamingjusamur eða þannig sko;) Þetta er svona prufufærsla, hef ekki prufað að skrifa úr farsíma áður ;) og ef það tekst þá veit èg að fleiri færslur koma heheheh

Já já já ég veit, ég tek þetta algjörlega á mig :c)

Ja góðann og blessaðann daginn kæru vinir Cool

Þannig er nú mál með vexti að ég bara gaf mér ekki tíma til að skrifa heheh. Krakkarnir eru komin heim heil á húfu og að ég held bara sátt við veruna hérna í Noregi.

Allavegana gerðist margt skemmtilegt á meðan þau voru hérna, eins og þið hafið lesið áður. Ég ætlaði að hita upp fyrir föstudaginn og svo bara allt á haus og ég gaf mér meiri tíma með þeim en að skrifa...

 já ég veit, einmitt það já, a haaaaaaaaaaa, veit alveg að þið eruð að böggast í mér en ég er með breitt bak og stórar krumlur hohohohoh hva eru jólin að koma .... djö... líður tíminn hratt.

Það er svolítið merkilegt hérna með þessa blog síðu mína, að síðan ég hóf ritstörf hérna þá hafa tveit einstaklingar látist sem ég þekki vel og einn hudur. Já það er sorglegt en satt Crying 

Góður vinur minn lést af völdum krabba meins nú fyrir stuttu og sakna ég hans mjög, ég vil koma á farmfæri til fjölskyldu hans mínum dýpstu samúðar- og saknaðar kveðjum, megi Guð og aðrar góðar vætti vera með ykkur, minn hugur er hjá ykkur.

Mikið hefur verið að gera hjá mér undanfarið og má þar með nefn að það var ekið á mig fyrir utan vinnustaðinn minn. Bandbrjálaður Norðmaður vild fá bílastæði (gat það ekki vegna annars bíla sem blokkeraði stæðið sem hann vildi í) en fékk ekki og ákvað þá að aka mig niður svo að hann gæti fengið stæði, flókið mál en ég sleppi því að ræða um það frekar, en samt þá hef ég kært manninn og sætir hann rannsókn hjá löggunni. Fóturinn minn er allur að koma til en ég verð líklega með verki framm eftir aldri. Utanvert hné á vinstri fæti er staðurinn sem hann ók á :)

 En að öðru, ég er búinn að fá fast starf hér í Noregi eins og ég hef sagt áður og er núna orðinn Support Coordinator og með eina átta menn sem starfa með mér (undir mér heheheh). Sé semsagt um að supporta þrjá olíuborpallaherma sem eru staðsettir í Kristiansand (noregi) Stavanger (noregi) og í Singapore, þar sem ég var í sumar. Bara bjart og fallegt frammundan hjá mér, vona svo sannarlega að það sama eigi við umm ykkur.

 Svona í lokin vil ég þakk ykkur fyrir að kíkja við hérna á blogginu mínu. Ég hef ákveðið að blogga á laugardögum fram vegis en get samt ekki lofað því heheh vona það besta.

 Hérna er svo einn brandari sem ég fékk sendann frá góðum vini og annar frá frænda mínum, jú jú ég á ennþá ættir að rekja til klakans góða heheheheh

Njótið vel...

 

Tveir gaurar frá Íslandi dóu og vakna upp í helvíti.

Daginn eftir tékkar Djöfullinn sjálfur á þeim og sér að þeir sitja í mestu makindum í úlpunum sínum, með vettlinga og húfur og orna sér við eldinn. Djöfullinn spyr þá hvað þeir séu eiginlega að gera? Er ekki nógu heitt í helvíti fyrir ykkur ?

Gaurarnir svara, "Sko, þú veist, við erum frá Íslandi, landi snjós,íss og kulda. Við erum bara ánægðir að fá smá yl í kroppinn."

Djöfullinn ákveður að þeir séu nú ekki að þjást nóg svo hann skrúfar upp hitann.

Morguninn eftir kíkir hann aftur á gaurana tvo og þarna sitja þeir ennþá í úlpum með húfurnar og vettlingana ennþá á. Það er nú ferlega heitt hérna, finnst ykkur það ekki?

Aftur svara gaurarnir því til að þeir komi jú frá Íslandi, landi snjóa, íss og kulda, við erum bara fegnir að fá smá yl í kroppinn !

Það fór nú að fjúka nett í Kölska og hann ákveður að jafna örlítið um þessa tvo gaura. Hann fer og setur hitann á "Fáránlegt". Fólk fer að veina og væla út um allt helvíti. Hann fer svo og kíkir á gaurana tvo frá Íslandi og sér að þeir eru komnir á skyrtuna með upprúllaðar ermar og eru að grilla pylsur og þamba bjór.

Djöfsi verður steinhissa " Allir hérna inni þjást og veina, en þið virðist bara njóta ykkar?"

Já sko, það er svo hrikalega sjaldan að við fáum svona gott veður heima á Íslandi, að við urðum bara að grípa tækifærið og grilla aðeins og súpa á öli.

Alveg óður af bræði, strunsar Djöfsi í burtu og hugsar málið. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessir gaurar hafi verið að krókna allt sitt auma líf á Íslandi, þess vegna eru þeir svona kátir yfir öllum hitanum. Djöfullinn ákveður að skrúfa fyrir allan hitann í öllu Helvíti.

Daginn eftir er orðið ískalt í Helvíti og héla og grýlukerti allsstaðar. Fólki orðið svo kalt að það gat varla gert neitt annað en veinað og aumkað sér yfir kuldanum. Tannaglamur yfirgnæði samt að mestu veinin. Djöfullinn glotti með sjálfum sér og fór að kíkja á gaurana frá Íslandi.

Þar eru þeir komnir í úlpuna, húfuna og með vettlingana á sér...en Djöfsa til mikillar furðu, eru þeir að hoppa og öskra Ole ole af mikilli gleði !?

Ég skil ekki, sagði Djöfsi, ég skrúfaði hitann upp úr öllu valdi og þið voruð bara ánægðir og núna er bullandi frost hérna og þið bara öskrandi af gleði?? Hvað í fjárnaum er að ykkur tveim?

Íslendingarnir líta á Djöfsa með spurn í augum, " Ha, veistu það ekki?

Ef það frýs í helvíti, þýðir það bara að Íslendingar hafa unnið Dani loksins á Parken!"

 og þessi frá frænda mínum í klakanum...

 um staðreindir í lífinu :)

Guð byrjaði með að skapa asnann og sagði síðan við hann: - Þú ert Asni. Þú átt eftir að þræla hvern einasta dag og verður kallaður heimskur. Þú munt lifa í 20 ár. Asninn svaraði: Ojoj þetta hljómar ekki vel….getum við ekki sagt að ég lifi bara í 5 ár. - Guð samþykkti tillögu asnans.

Síðan skapaði Guð hundinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður hundur og munt einbeita þér að því að hlýða, borða afganga og standa vörð um húsið. Þú munt lifa í 35 ár. Hundurinn svaraði: Ojoj, þetta verður ekkert skemmtilegt líf, er ekki nóg að ég lifi bara í 15 ár? - Guð samþykkti tillögu hundsins.

Nú skapaði Guð páfagaukinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður páfagaukur. Þú munt sitja úti í horni og endurtaka allt sem sagt er til ama fyrir alla. Þú munt lifa í 75 ár. Páfagaukurinn
svaraði: Þetta hljómar frekar einhæft og leiðinlegt. Getum við ekki bara sagt 50 ár og málið er dautt? - Guð samþykkti tillögu gauksa.

Að lokum skapaði Guð manninn og sagði við hann: - Þú ert karlmaður og munt lifa góðu lífi. Þú ert vel greindur og munt ráða ríkjum á jörðinni. Þú munt lifa í 20 ár. Maðurinn svaraði: Þetta hljómar allt mjög vel og ég mun örugglega una hag mínum vel. En get ég ekki lifað aðeins lengur? (og nú sannaði karlmaðurinn greind sína): - Get ég ekki fengið 15 árin sem asninn vildi ekki, 20 árin sem hundurinn afþakkaði og líka þessi 25 ár sem páfagaukurinn vildi ekki? Guð samþykkti tillögu mannsins.
Þess vegna lifir maðurinn æðislegu lífi upp að 20 ára aldri. Síðan giftir hann sig og þrælar næstu 15 árin og venst því að vera kallaður heimskur.
Næstu 20 árin fara í að uppfylla þarfir allra fjölskyldumeðlimanna, borða afganga og passa húsið. Að lokum situr karlmaðurinn síðustu 25 ár ævinnar úti í horni og endurtekur allt það sem sagt er, til ama fyrir alla í nánasta umhverfi.

 

 


Fimmtudagurinn - upphitun fyrir föstudaginn

Já fimmtudagurinn runninn upp, sváfum vel, borðuðum góðan morgunverð og alli kátir og hressir.

Fórum í vinnuna hans pabba og sáum leikherbergið í vinnunni hans, risastór skjávarpi og Nintendó Wii, fullt af leikjum og rosafjör, lékum okkur í næstum því 3 tíma á meðan Ellan var á fundi.

Kíktum í bæinn því að við komumst að því að Ísak Ernir hafði tínt eirnarlokknum sínum og það var nauðsynlegt að fá nýjann áður en það myndi gróa fyrir heheheh. Keyptum nýjann eyrnarlokk og fengum annann í kaupbæti, sumir kampakátir með það.

Henntumst inná Peppes Pizza og fengum okkur þær bestu pizzur sem ÍER og SDR höfðu smakkað Tounge

Heim var haldið og trampólinið góða fékk að kenna á tveim sem höfðu borðað næstum yfir sig heheh.

Lesið og leikið áður en háttatíminn rann upp, heldur fyrr en venjulega því að á föstudagsmorguninn verðum við að vakna senmm og gera okkur klár fyrir bátsferð og ýmislegt fl.

Nóg í bili Shocking við öll Happy


... og þá er það miðvikudaginn

við vöknuðum eftir góðan svefn og fengum okkur morgunmat, bara smá, hituðum vatn, smurðum brauð, settum vatnið í hitabrúsa, settum smurða brauðið í bakpokann ásamt hitabrúsunum, kakóinu, kaffinu, kleinuhringjunum, Nestlé súkkulaðinu, bönunum og gosinu. Héldum af stað til staðar sem heitir "ARBOREET" það er svona útivistarstaður og er þar einnig ROSALEGA STÓR SKÓGUR, svo stór að tréin ná alveg uppí loft!!! sagði SDR með svo mikilli undrun i röddinni að ég næstum því trúði henni heheheh. Við byrjðum á því að fá okkur morgunverð, settumst á bekki sem voru smíðaðir úr við úr skóginum, borðuðum vel, nammmmmm hvað heita kakóið var gott og brauðið með ostinum, skinkunni og salami smökkuðust vel. Síðan löbbuðum um allt svæðið og líka í skóginum, náðum okkur í langar greinar, pabbi tálgaði grein fyrir alla nema sjálfan sig Cool. Hittum gráan kött sem var ekki með hálsól og vild láta klappa sér mikið.
 
Ellen og Ísak Ernir fóru í lengri göngutúr heldur en við Sara Dröfn, á meðan tókum við SDR fullt af myndum (þær eru alveg að koma á síðuna heheheh lati ég Joyful) og skemmtum okkur vel. 
 
Þegar við kom um til baka eftir 1,5 klst. göngu fengum við okkur aftur að borða, heitt kakó og með læti.
 
Síðan var haldið af staði í bæinn, Gó Kart var næsti áfangastaður og vinirnir okkar á efri hæðinni voru mættir og úr varð hörku keppni. Ísak Ernir tók strax foristu og hélt henni til loka, góðuuuuuuuur Bandit
Sara Dröfn horfði stolt á bróður sinn og hvatti hann óspart, "passaður þig á beyjunni, hún er sleip" "ekki keyra á vegginn" " gefð'í maður " og svo framv. ég gat ekki annað en hlegið. Auðvitað fengum við okkur í svanginn á eftir. Heim var haldið og SDR og ÍER beint út á trambólínið, dagur að kveldi kominn og háttatími óumflýjanlegur.
 
kv. við öll 
 
 
 

Mánudagur - Þriðjudagur í Október

Sælt veri fólkið. Mánudagurinn var flottur, fórum í verslunarleiðangur, borðuðum heilan helling af góðum mat og smá sælgæti og kíktum út um alllllllt. Fórum í háttin og allir sælir og kátir með erfiði dagsins.

Þriðjudaginn var líka flottu, vöknuðum snemma og keyrðum í bæinn, kl. 11.15 vorum við stödd fyrir utan leikhús í Stavanger og skelltum okkur á leiksýningu sem er sérstaklega ætluð börnum á aldrinum 4 - 8 ára. Þetta var alveg svakalega gaman, það voru sérstök sæti eða bekkir sem í voru fullt af púðum sem allir gátu setið á, fullorðnir gátu svo setið aftar á stólum, við settumst þar, leiksýningin fjallaði um tvær vinkonum sem vour að leika sér saman og datt í hug að leita að tímanum og allt snérist um að vita sem mest um hann og allir krakkarnir gátu tekið þátt. SDR og ÍER voru svo hugfangin að það hálfa væri nóg, hreint út sagt frábært leikrit og þau systkynin skemmtu sér vel JoyfulJoyful

Síðan var haldið að brautarstöðinni í Stavanger og þar var tekin lest til næsta bæjar "SANDNES", ÍER og SDR höfðu aldei áður farið í lest, frábært að sjá brosið sem kom á andlitiði á þeim þegar þau uppgötvuðu að þau væru að fara í lestarferð W00t. Lestin fór að vísu ekki hratt en það var alveg nógur hraði samt, þegar við komum til Sandnes þá lág leiðin í dótabúð til að skoða "Warhammer 40000"dót fyrir ÍER, sá var glaður og að sjálfsögðu var keypt og ... þarf ekki að lengja það frekar hehehehh. Einnig var farið í dótabúið fyrir SDR og keypt og ... og ... ég held að ég þurfi að kaupa auka tösku fyrir þau líka Undecided.  Síðan var haldið heim á leið, elduðum kjúkklinga vængi með BBQ sósu og SDR og ÍER borðuðu á sig gat Shocking hohohohoh, tennur burstaðar, lesin bók fyrir SDR, ÍER fékk að horfa á "Trans Former" bíómyndina og þegar ég leit inn áður en ég hóf þessi skrif sá ég fallega gullmola með breitt bros á vör, sæl og ánægð med dagsins verk. 

Dagurinn á morgunn verður frábær sagði ÍER áður en hann fór í háttinn. Satt er það, en þangað til verðið þið að bíða. Framhald síðar....

 kv. við öll


Sunnudagurinn 21 október

Já það sváfu allir mjög vel og lengi. ÍER fór í sturtu, ég rakaði mig og fór líka í sturtu sem og Ellen, SDR vildi frekar fara í sturtu áður en hún færi í bólið. Tókum því rólega fram undir kl. 14. SDR og ÍER fóru út í garð að leika sér með krökkunum sem búa á efri hæðinni. Trampólínið heillar heheh, svakalega eru þau dugleg að hoppa og skoppa. Bæði ÍER og SDR eru búin að eignast góða vini hérna í Noregi og er það bara frábært Smile

Við steiktum vöflur með vinunum og foreldrum þeirra og hoppuðum ennþá meira á trampólíninu. ÍER fór með vini sínum "Øystein" í garðinn við hliðina sem afi hans á og fór að klifra með honum og Einari vini hans uppí  trjám sem eru þar. SDR fór með "Ingrid" litlu systur "Østeins" upp að leika í Bratz og eru þær eins og frímerki sem hefur verið sleikt og skellt á pappír Joyful

Eftir leiki dagsins, pizzu (afgangar frá því í gær) og vöfluát með ís, rjóma og sultutau var slappað aðeins af. Pabbi settu upp lampa á vegginn hjá SDR svo að hún gæti lesið áður en hún færi að sofa. SDR fór í sturtu og svo beint í rúmið enda klukkan orðin margt, pabbi las fyrir hana og hún sofnaði nánast strax.

ÍER og pabbi fóru í smá Nintendó og Ellen horfði á og fékk líka að keppa en ég held að hún ætti bara að halda sig við alvöru bíla heheh sagði ÍER og hlóg dátt Grin

Á morgunn verður fjör, ÍER ætlar að fara snemma út á brettapallana og æfa sig á nýja brettinu sem hann fékk frá okkur Ellen.

- meiri fréttir á morgunn, hafið góðar stundir eins og við Whistling

 

 


Læsingar

Sælt veri fólkið.

 Núna hef ég tekið af að þurfa að gefa upp og samþykja og fl. fl. til að geta skrifað inn komment og kveðjur í gestabókina. 

Þannig að það væri svakalega gaman að fá smá reeeeeeeeeeespons um síðuna og bloggið og þá sérstaklega hvað ég er flottur heheheheh  W00t nóg um það heheheh

... en allavegana þá eruð þið alltaf Heart velkomin hingað inn.

- Roberto 

 


Næsta síða »

Ég - Me

Robert Fragapane
Margir telja mig vera sig, en ég er bara ég og enginn annar getur farið í mín spor...

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband