Laugardagurinn 20. október

Dagurinn byrjaði á góðum morgunverði, síðan vara leikið í Nintendó DS, Nintendó Wii og spilað og spilað og ég veit ekki hvað Smile Síðan var haldið í bæinn og skipt skóm fyrir Söru Dröfn, skroppið í ToysRus og keyptir leikir og ýmislegt dót. Heim var haldið og þá voru hendurnar á fullu við að laga Pizzur, allir fengu sína eigin pizzu Grin

Seinna um kvöldið héldum við kósý-kvöld, sáum "Simpson The mouvie". Eftir myndina fórum við í bælið og sváfum vel.

 - Við öll Police


Ferðin til Noregs

Núna erum við komin til Noregs, ég, Ellen, Sara Dröfn og Ísak Ernir.

Fórum í loftið kl. 18.05 á föstudags eftirmiðdaginn, flugið var glæsilegt, og SDR og ÍER voru svo góð að það hálfa væri nóg, borðuðu og léku sér og ekkert mál. Lenntum í Ósló og tókum svo aðra flugvél til Stavanger. SDR og ÍER fengu gjöf um borð í fluginu til Stavanger, það var lítið box með ávaxtadrykk, litum og litabók. SDR var svo glöð, eitt STÓRT bros sem og ÍER.

Þegar við lenntum í Stavanger var klukkan orðin svolítið margt, sumir orðnir mjög þreyttir, en samt fengum við okkur heit rúnstykki með smjöri, osti og skinku og kladan safa að drekka. SDR borðaði heilt rúnstykki og var bara glöð.

Allir komnir í háttinn svolitið seint en saddir og glaðir yfir góðri ferð frá Íslandi til Noregs.

 kv. við öll Smile


Frábær tími á Íslandi

Já veran á Íslandi var alveg frábær og allir sem við hittum eiga þakkir skilið fyrir hreint út sagt frábærar móttökur.

Ingimar Bragi, takk fyrir kaffið og spjallið og ekki má gleima múttu þinni Cool

Rúnar "Mekka" þú ert höfðingiNN, djö.. var lambið gott, sóurnar og allt meðlætið, er ennþá með bragðið í munninum heheheh. Þið Kristín og krakkarnir ykkar fáið hér stór knús fyrir matarboðið og samveruna frá okkur Tounge

Palli vinur, takk fyrir móttökuna í vinnunni hjá þér, Ellen líst bara vel á þig þarna í öllu þessu "tölvudrasli" eins og hún orðaði það heheheh Grin

Allir á Thorvaldsen - TAKK FYRIR OKKUR, Símon, Arna Rún og þið öll,þið eruð vinir í raun það er alveg á hreinu, knús frá okkur. Devil

skrifa meira fljotlega kv. Robert 


Ísland í dag

Já kæru vinir nú er ég kominn á klakann Yeeeeeeeeeeha og þar er bara gaman. Fullt af hlutum sem ég þarf að ganga frá á meðan ég er hér.

...vonandi get ég klárað allt það sem ég þarf að gera.

Stutt í dag...

... vonandi lengra skrif á morgunn.

Hafið góðan dag :c)


Sorgar dagur - Fimmtudagurinn 11 Október

Já það er skemst frá því að segja að hann Tumi okkar er allur.

 

Tumi

Cavalier King Charles Spaniel

Hibernian Cavaliers, Massachusetts
apríl 2001 - október 2007 

 

Hann varð fyrir því óhappi að verða fyrir bíl í götunni heima hjá sér.

Tumi var fæddu í apríl mánuði árið 2001. 

Sama ár og tveimur mánuðum áður fæddist stúlkan Sara Dröfn Róbertsdóttir. Frá þeim degi er þau hittust mynduðus mjög sterk tengsl á milli þeirra og ekki margir sem gátu komist á milli þeirra. Eiginlega var eins og að þau Tumi og Sara Dröfn væru systkini, eða ef svo má að orði komast. Tumi var líf og yndi allra í fjölskyldunni, bæði lék og gelti mikið til að láta í sér heyra og sjá. Ísak Ernir Róbertsson bróðir Söru Drafnar, var líka góður vinur Tuma og áttu þeir margar góðar stundir sama. Tumi var með þeim blíðari hundum sem fundist hafa á jarðríki þessu. Margoft gat hann þó verið óttalegur prakkari og stakk stundum af frá heimili sínu og fékk sér langan labbitúr, svo langan að það var farið að rökkva er hann kom spíg sporandi, kampa kátur yfir því að hafa tekist að stinga af og hressa aðeins uppá líkama og sál í hverfinu heima hjá sér. Auðvitað var þessu ekki vel tekið og skammir dundu yfir hann en samt þá held ég bara að hann hafi alltaf vitað hvar hann átti heima og að öll fjölskyldan elskaði hann þótt hann væri svoddann prakkari.

Tumi var tignarlegur og hraustur hundur, matgæðingur mikill,  það var alveg ótrúlegt að vera vitni að því að sjá þegar Sara Dröfn mataði hann, já ótrúlegt en satt, Tumi vildi ekki borða úr skálinni sinni og gelti ótt og títt þar til að Sara dröfn kom og tók matinn hanns í hendi sér og rétti honum, þá gat hann borðað og borðaði vel, í hvert sinn er Sara Dröfn kom í heimsókn þá fór hann á kostum hljóp í hringi í kringum hana og gelti, hljóp svo inn í bílskúr og gelti þar líka þar til að Sara Dröfn kom og rétti honum hjálparhönd, slíkur var vinskapur þeirra. 

Ísaki Erni fór oft gögu túra með Tuma, svakalega líkaði honum vel við strák þegar þeir fór út, og komu svo laf móðir báðir tveir, veit ekki hvor var að viðra hvern en á andlitunum mátti sjá að göngutúrinn var bæði langur og skemmtilegur.

Tumi fór í ótal ferðalög með fjölskyldu sinni og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann steig niður fæti, bæði hjá okkur mannfólkinu sem og öðrum hundum. Ferðalögin tók hann með stakri spekt og hafði gama af. 

 Allir þeir sem þekktu Tuma nutu þess að vera með honum, honum leiddist adrei að vera með í öllu því sem fjölskyldan tók sér fyrir hendur, ljúfur og góður, sprækur og áhugasamur um allt og alla.

Heart Elsku Tumi okkar, takk fyrir samveruna, við mun aldrei gleyma þér Heart

 


Vildi að ég væri eins og þeir...

laurel_hardy_dance2Er að farast úr leiðindum eða þannig sko heheh, get ekki sofið, á enn í erfiðleikum með að setja inn myndir en get þó glatt þá sem kíkja hér inn með þessum tveim...

Þetta eru menn að mínu skapi eða öllu heldur sköpum heheh, alltaf léttir á fæti og engar áhyggjur eða... dæmi hver um sig  Tounge 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Ég - Me

Robert Fragapane
Margir telja mig vera sig, en ég er bara ég og enginn annar getur farið í mín spor...

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband