La bella Sisilia

Sæl öll sömul, við komust klakklastu til Sikileyjar og erum bara að njóta þess í botn hehehehe

Einhverrahlutavegna (lang orð hehehe) get ég ekki sett inn myndir akkúrat núna en mér tókst að búa til smá videó með nokkrum myndum, vona að þið getið séð það, hef ekki gert þetta áður en vonandi kemst þetta allt til skyla, myndir segja meira en...... orð.

Efst í hægra horninu á síðunni er videóið, smellið á myndina og þá byrjar ballið Tounge

 Ykkar Roberto á Sikiley


Ítalía 16. - 24. mars 2008

Sæl verið þið, já þar kom að þvi, eftir 16 ár þá sný ég aftur til Ítalíu að hitta karlinn hann pabba minn Grin, kominn tími til.

Það verður sem sagt lagt af stað núna klukkan 04.00 að Norskum tíma og lennt í Palermo kl. 13.05 að staðartíma (12.05 ice-time). Pabbi ætlar að koma og sækja okkur á flugvöllinn, ég er með smá hnút í maganum en það er bara gott, svona eins og ég hafði þegar að ég hitti hann fyrst 1989 Tounge. Ég ætla ekki að lofa neinu bloggi á meðan ég er þarna í mafíulandinu hehehe en ég tek fullt af myndum og vídeó líka og set inn á síðuna við fyrsta tækifæri.

Hafið það gott elskurna mínar og vonandi fáið þið að lesa fullt....

 Ykkar Roberto Fragapane


Hvað heimurinn getur verið fallegur

TUNGLIDJá svakalega getur verið gaman að skoða myndir af heiminum sjálfum, datt inn á síðu þar sem að full af svakalega flottum myndum af heiminum voru saman komnar, jú jú mikið rétt NASA.com og svo á einhverja aðra síðu líka sem var með myndir af himingeimnum, akkúrat öfugt við nasa. Tounge

Stal tveimur myndum af þessum síðum og set hér inn fyrir þá sem hafa gaman af svona myndum.

Ein mynd af tunglinu okkar heillaði mig meira en jörðin sjálf, ýmindið ykkur allt þetta auða landsvæði, ætli Viljálmur í sjálstæðisflokknum viti af þessu? 

Veit vel að þið flestöll hafið sérð þær en ég bara varð svo heillaður af þeim að ég hreinlega stóðst ekki freistinguna  HeimurinnBandit hohohoh

Það sem af er þessari viku hefur margt gerst, 16 nýjir starfsmenn þurfa nýja skrifstofur, og þá auðvitað er kallað í Róbert!!!!

Kaupa húsgögn, ná í þau, setja saman og inn í nýjar skrifstofur þ.e.a.s. búa til nýjar skrifstofur í sama húsnæði og við erum í, ekki auðvellt mál en ég held bara að ég sé snillingur.

Búinn að plana hvernig skrifstofurnar verða og núna í morgunsárið hefst ég handa við að setja allt heila klabberíið saman.

 

Móðri mín átti afmæli í gær, 63 ára, til hamingju mamma, þú ert bestust           WizardHeartKissing

 


Ótúlegt en satt, enn ein færslan frá mér húhaaaaaaaaa......

Júhú, jú jú ótrúlegt en satt eins og segir í fyrisögninni. Ég veit ekki ennþá hvernig ég á að byrja að blogga, en samt þá verðum maður bara að prufa að skrifa eitthvað til að það kallist blogg Grin

Til dæmis þá er miklu hlýrra hér en á Íslandi, að vísu þá hefur verið mikil rigning undafarið (þetta gæti verið góð byrjun á bloggi) en stöku sinnum hefur komið fallegur sólargeisli Cool til að bæta upp vætuna.

Mjög margir af mínu vinum hafa verið duglegir að senda mér línu í tölvupósti, en ég er ekki eins góður við þá að svara til baka, en góður vinur veit betur Joyful

Ég á yndislegustu börn í heimi sem gerir mig að ríkasti manni veraldar, Sara Dröfnekki slæmt það. Einn daginn spurði ég dóttur mína "Sara Dröfn? Er í lagi að bróðir þinn komi einn til Noregs til mín og Ellenar?" og hún svaraði mér "Já pabbi minn það er ekkert mál, það verðu nú einhver að hugsa um hana mömmu á meðan" sagði hún með bros á vör Grin  

Eins spurð ég hana hvort það væri í lagi þótt ég kæmist ekki í 7 ára afmælið hennar, sem var þann 2. febrúar síðastliðinn, var staddur í öngþveiti í Ósló, og hún svarað mér "Já pabbi minn, það er ekkert mál þótt þú komist ekki í afmælið mitt, ég hugsa bara hlýtt til þín á meðan". Það koma alveg tár í augun mín við að skrifa þetta, sniff sniff Blush en ég komst til Íslands og hitti hana daginn eftir og það var alveg magnað að fá knús frá henni og bróður hennar.  Færði þeim fallegar gjafir og marga kossa og knús eins og mér einum er lagið.

Hann Ísak Ernir er að verða 13 ára, (8. júní næstkomandi) Ísak Ernirúff hvað tíminn líður hratt. En hann líður vel að mínu mati allavegana. Hann er besti vinur minn og sonur þar að auki, gott að geta sagt þetta því að það eru ekki margir sem geta hreinlega státað að slíkum vinasamböndum. Hann hefur líka svarað mér vel og á margan hátt á þann veg að ég varð hreinlega orðlaus yfir því hvað hann er vel athugull og hreinlega stórkostlega mannvera.

Hann er kominn í B - Sveit í Skólahljómsveit kópavogs,  einnig er hann í leiklist í Borgar- leikhúsinu, hefur leikið í nokkrum hlutverkum,   svo sem í "Tekinn" með Auðuni Blöndal, bíómynd sem var sam norrænt samstarf að mig minnir, stundar skólann sinn vel og stendur sig frábærlega í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Það er stoltur faðir í Noregi sem skrifar þetta blogg Tounge

 


Jú jú það er víst langt komið í Febrúar

Komið þið sæl og blessuð öll sömul, jú jú langt komið í Febrúar og sólin farin að hækka á lofti Tounge
Héðan er allt gott að frétta og mikið að gera og gerast. GRASNúna í morgunsárið sá ég mig tilneyddan til að kíla á það eins og sagt er á íþrótta máli að mér skilst og koma nokkrum óunnum verkefnum í gang aftur. Hentist út því að það var hætt að rigna og tók nokkrar myndir til að sýna ykkur að það er GOTT veður hér í Noregi og bara fallegt. Grasið farið að grænka og nokkrir vorlaukar farnir að skjóta upp kollinum hér og hvar eins og sést á myndunum sem ég tók í morgunn sárið.

KROKANTAROg líka þegar ég koma að bryggjubakkanum fyrir utan vinnuna mína,  þá blasti við þessi líka fallegi bryggjupolli  með fallegum máva söng eða þannig sko heheheheh. Sjórinn þokkalegur og bara fallegt um að litast.bryggjupollinn

Ekki annað hægt að segja en að mánudagar séu bara hinir bestu dagar LoL hafið góðan dag elskurnar og verið góð hvort við annað, það margborgar sig....


LÖNG JÓL!!!

Já kæru vinir þetta hafa verið mjög löööööng blog jól hjá mér :-) Akkúrat núna er ég staddur í biðröð á flugvellinum í Oslo og hef ég aldrei lennt slíkri fjölda flugvallarseinkunnarfarsa á ævinni:D Ég er semsagt á leiðinni heim á klakann, ú snjókomunni í frostið :) Í gær átti ég flug frá Stavanger til Oslo og var því flugi seinkað en ég gaf mig ekki og fékk flug með fyrra fluginu til Oslo, tróð mér með, og svo var fluginu ti Íslands einnig seinkað og síðan aflýst rétt fyrir flugtak, vorum komin í flugtaksstöðu og allt og snjónum kyngdi niður. Allir þurrftu að bíða í vélinni í 2 tíma :( að lokum voru allir fluttir á hotel þ.e.a.s. þeir sem voru að koma með tengiflugi. Og nuna er ég í röð a f.vellinum og voðalrga hamingjusamur eða þannig sko;) Þetta er svona prufufærsla, hef ekki prufað að skrifa úr farsíma áður ;) og ef það tekst þá veit èg að fleiri færslur koma heheheh

Næsta síða »

Ég - Me

Robert Fragapane
Margir telja mig vera sig, en ég er bara ég og enginn annar getur farið í mín spor...

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband